[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kynning Hjól- og fellihýsi sameina að mörgu leyti kosti sumarbústaða og útilega, enda snyrtilegir og hlýlegir gististaðir sem auðvelt er að ferðast með landshorna á milli.
Kynning

Hjól- og fellihýsi sameina að mörgu leyti kosti sumarbústaða og útilega, enda snyrtilegir og hlýlegir gististaðir sem auðvelt er að ferðast með landshorna á milli. Víkurverk í Kópavogi býður upp á glæsilegt úrval hjólhýsa, húsbíla og fellihýsa í öllum stærðum og gerðum auk fylgihluta. „Törnin er þegar hafin hjá okkur núna enda er farið að vora og fólk vill nota tækifærið og ferðast um landið. Það er alveg ljóst að vinsældir hjól- og fellihýsa eru komnar til að vera hér á landi enda hefur fólk uppgötvað að því fylgja mikil þægindi og lítil fyrirhöfn að keyra með slíkt í eftirdragi. Hið sama gildir um húsbílana, því að þó svo að þeir virki stórir og fyrirferðarmiklir er lítill munur á því að keyra á þeim og venjulegum jeppum,“ segir Kristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri Víkurverka. Hún segir algengt að viðskiptavinir kaupi lítil hjól- og fellihýsi til að byrja með og færi sig svo yfir í rúmbetri tæki eftir að þeir uppgötva hversu þægilegt og auðvelt er að ferðast með þau í eftirdragi. „Nútímafólk vill gjarnan njóta helstu þæginda á ferðalögum og þess má geta að sum af okkar húsbílum og hjólhýsum eru með gólfhita, bakarofnum og fleiru slíku,“ segir hún og bætir því við að oftast þegar fólk er komið með hjólhýsi fari það um leið að ferðast meira. „Þetta er svo þægilegur ferðamáti og það er hægt að fara svo víða með hjól- og fellihýsi.“