[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HVAR Í Króatíu má finna hina nýju Rivieru Evrópu. Þorpinu Hvar mætti líkja við St. Tropez Suður-Frakklands.

HVAR

Í Króatíu má finna hina nýju Rivieru Evrópu. Þorpinu Hvar mætti líkja við St. Tropez Suður-Frakklands. Hvar er lítið þorp, smekkfullt af snekkjum og ferðalöngum hvaðanæva úr heiminum, þröngum, steinhlöðnum götum, skemmtilegum börum og litlum, smekklegum hótelum.

LISSABON

Lissabon hefur löngum verið sú borg Evrópu sem heimsbúar flykkjast til vegna þess að þar er ódýrt að lifa meðan borgina prýðir samt sem áður mikið menningarlíf. Heimsækið nýtt safn í Lissabon, Berardo Collection-safnið í hinu gamalgróna og sögulega Belem-hverfi.

SYLT

Áður en langt um líður verður eyjan Sylt í Norðurhafi heitasti áfangastaður Íslendinga enda uppfyllir eyjan allar helstu væntingar Íslendinga með nektarströndum og aragrúa hönnunarverslana.

Til Sylt flykkjast fræg fyrirmenni og hefur staðurinn fengið uppnefnið Hampton Þýskalands!