Rán var framið í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg um fjögurleytið í fyrrinótt. Tveir menn spenntu upp hurð í versluninni og höfðu á brott með sér fjölda mjög verðmætra úra.
Rán var framið í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg um fjögurleytið í fyrrinótt. Tveir menn spenntu upp hurð í versluninni og höfðu á brott með sér fjölda mjög verðmætra úra. Talið er að virði úranna hlaupi á milljónum en nákvæm upphæð fékkst ekki uppgefin. Góðar myndir náðust af mönnunum og er þeirra leitað. fr