Stúlkurnar okkar í kvennalandsliðinu í íshokkí standa fyrir sínu á heimsmeistaramótinu í fjórðu deild sem fram fer í Rúmeníu.
Stúlkurnar okkar í kvennalandsliðinu í íshokkí standa fyrir sínu á heimsmeistaramótinu í fjórðu deild sem fram fer í Rúmeníu. Stelpurnar hafa unnið alla sína leiki mjög sannfærandi, nú síðast lið Nýja-Sjálands 5-1, og eiga enn leik eftir í dag gegn Eistum. Eiga þær góða möguleika þar og með sigri ljúka þær keppni á toppnum í deildinni.