Séra Bolli Þórir Gústavsson vígslubiskup er látinn 72 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935. Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1963 og vígðist sama ár sóknarprestur til Hríseyjarprestakalls.
Séra Bolli Þórir Gústavsson vígslubiskup er látinn 72 ára að aldri. Hann fæddist á Akureyri 17. nóvember árið 1935.

Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1963 og vígðist sama ár sóknarprestur til Hríseyjarprestakalls. Hann var skipaður sóknarprestur í Laufásprestakalli árið 1966, þar sem hann gegndi embætti uns hann varð vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal árið 1991, en lét síðan af því embætti árið 2002 sökum heilsubrests.

Sr. Bolli gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum innan kirkju sem utan. Þá var hann kunnur fyrir ritstörf bæði fyrir blöð og tímarit og skrifaði hann

6 bækur um menn og málefni.

Eftirlifandi eiginkona sr. Bolla er Matthildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerður, Bolli Pétur og Hildur Eir.