Þeir verða ekkert mikið harðari naglarnir en Sebastien Loeb. Ekki fyrr byrjað að tísta um að hátindinum sé náð og ferillinn liggi nú niður á við en hann tekur sig til og vinnur Argentínurallið í fjórða skipti í röð.
Þeir verða ekkert mikið harðari naglarnir en Sebastien Loeb. Ekki fyrr byrjað að tísta um að hátindinum sé náð og ferillinn liggi nú niður á við en hann tekur sig til og vinnur Argentínurallið í fjórða skipti í röð. Endurheimti þar með Frakkinn efsta sætið í keppni ökumanna og er Citröen komið upp að hlið Ford í keppni bílasmiða. Kveðja nú keppendur fjöll og firnindi síðustu keppna og halda til Jórdaníu við Dauðahafið þar sem næsta rall fer fram eftir mánuð.