1. apríl 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Nagli

Þeir verða ekkert mikið harðari naglarnir en Sebastien Loeb. Ekki fyrr byrjað að tísta um að hátindinum sé náð og ferillinn liggi nú niður á við en hann tekur sig til og vinnur Argentínurallið í fjórða skipti í röð.
Þeir verða ekkert mikið harðari naglarnir en Sebastien Loeb. Ekki fyrr byrjað að tísta um að hátindinum sé náð og ferillinn liggi nú niður á við en hann tekur sig til og vinnur Argentínurallið í fjórða skipti í röð. Endurheimti þar með Frakkinn efsta sætið í keppni ökumanna og er Citröen komið upp að hlið Ford í keppni bílasmiða. Kveðja nú keppendur fjöll og firnindi síðustu keppna og halda til Jórdaníu við Dauðahafið þar sem næsta rall fer fram eftir mánuð.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.