1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð

Doktorsvörn frá læknadeild HÍ

DOKTORSVÖRN verður frá læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 4. apríl en þá mun Árún Kristín Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur verja doktorsritgerð sína: Sjálfsumönnun í sykursýki.
DOKTORSVÖRN verður frá læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 4. apríl en þá mun Árún Kristín Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur verja doktorsritgerð sína: Sjálfsumönnun í sykursýki. Eflandi fræðslumeðferð sem notar kvarða til að bæta umönnun fólks með sykursýki.

Prófessor Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 13.

Andmælendur eru prófessor Vivien Coates frá University of Ulster og dr. Ragnar Bjarnason, sérfræðingur á LSH. Umsjónarkennari er dr. Rafn Benediktsson dósent og leiðbeinandi er dr. Helga Jónsdóttir prófessor.

Doktorsnefnd skipuðu dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir (formaður), prófessor við Háskóla Íslands, dr. Amalía Björnsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands og dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.