Sigurbergur Sveinsson hjá Haukum var í gær valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla í handknattleik.

Sigurbergur Sveinsson hjá Haukum var í gær valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla í handknattleik. Var hann eðlilega einnig í úrvalsliðinu sem einnig var valið fyrir sama tímabil en Aron Kristjánsson hlaut nafngiftina besti þjálfarinn á þessum tíma.

Valsmenn geta verið nokkuð sáttir en fjórir leikmenn þeirra komast á blað: Ólafur Haukur Gíslason, Ingvar Árnason, Baldvin Þorsteinsson og Arnór Gunnarsson. Að auki voru valdir þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson hjá HK og Rúnar Kárason hjá Fram auk Sigurbergs.