Hátt í 80 prósent Breta samþykkja nú hraðamyndavélina samkvæmt nýlegri könnun. Þessum sömu Bretum þykir myndavélarnar vera eðlilegur hluti lífsins.
Hátt í 80 prósent Breta samþykkja nú hraðamyndavélina samkvæmt nýlegri könnun. Þessum sömu Bretum þykir myndavélarnar vera eðlilegur hluti lífsins. Þó eru það um 40 prósent Breta sem telja að hraðamyndavélar ættu aðeins að vera á stöðum sem algengt er að árekstrar verði á. Um 61 prósent trúir að vélarnar séu notaðar til að afla tekna fyrir lögregluna og stjórnvöld.