Winehouse Tók lagið á Brit-verð- launaafhendingunni í febrúar.
Winehouse Tók lagið á Brit-verð- launaafhendingunni í febrúar. — Reuters
VINUR bresku söngkonunnar Amy Winehouse segir texta á væntanlegri plötu hennar svo myrka að engu sé líkara en sjálfsvígshugleiðingar sæki á hana.
VINUR bresku söngkonunnar Amy Winehouse segir texta á væntanlegri plötu hennar svo myrka að engu sé líkara en sjálfsvígshugleiðingar sæki á hana. Winehouse fékk nýverið húðsýkingu, kossageit, og vill sem minnst fara út úr húsi hennar vegna því kossageit veldur blöðrum eða rauðri húð.

Vinir Winehouse eru sagðir óttast um heilsu hennar, eða því heldur breska blaðið The Sun fram, því hún kjósi heldur að húka inni og skrifa um dauðann en fara út úr húsi. Sömu vinir óttast að Winehouse sé orðin einbúi. Eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, situr í fangelsi þessa dagana og bíður réttarhalda vegna ákæru um líkamsárás.