Sigurbergur Sveinsson
Sigurbergur Sveinsson
SIGURBERGUR Sveinsson, stórskyttan unga í liði Hauka, var í gær útnefndur besti leikmaður í umferðum 15-21 í N1-deild karla í handknattleik.
SIGURBERGUR Sveinsson, stórskyttan unga í liði Hauka, var í gær útnefndur besti leikmaður í umferðum 15-21 í N1-deild karla í handknattleik. Sigurbergur lét mikið að sér kveða með Hafnarfjarðarliðinu, sem er komið með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn, en eftir sigur á Val í gær eru Haukar með átta stiga forskot á toppnum.

Í úrvalsliðið voru valdir: Ólafur Haukur Gíslason, Val, Ingvar Árnason, Val, Baldvin Þorsteinsson, Val, Arnór Gunnarsson, Val, Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, Rúnar Kárason, Fram, og Sigurbergur Sveinsson, Haukum.

Aron Kristjánsson, Haukum, var valinn besti þjálfarinn, Valur fékk viðurkenningu fyrir bestu umgjörð og Gunnar Jarl Jónsson og Hörður Aðalsteinsson bestu dómararnir.