MIKILL meirihluti fólks telur að afbrot séu mikið vandamál hér á landi, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúls Gallup. Þannig telja 72% aðspurðra afbrot mikið vandamál, 16% að þau séu lítið vandamál hér á landi og 12% taka ekki afstöðu.
MIKILL meirihluti fólks telur að afbrot séu mikið vandamál hér á landi, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúls Gallup. Þannig telja 72% aðspurðra afbrot mikið vandamál, 16% að þau séu lítið vandamál hér á landi og 12% taka ekki afstöðu.

Konur telja afbrot meira vandamál en karlar og sú skoðun að þau séu vandamál fer vaxandi með aldri. Þá telja 80% aðspurðra refsingar of vægar og einnig þar er afstaða kvenna fremur afgerandi en karla. 90% þeirra sem eru í yngsta aldurshópnum telja refsingar of vægar, en þeim fækkar eftir því sem aldurinn færist yfir og í elsta aldurshópnum, 55-75 ára, telja 68% refsingar of vægar.