1. apríl 2008 | Fastir þættir | 178 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Alfred Morehead. Norður &spade;KG105 &heart;KG4 ⋄KG8 &klubs;D96 Vestur Austur &spade;97 &spade;ÁD6 &heart;962 &heart;8753 ⋄107653 ⋄Á4 &klubs;1042 &klubs;8753 Suður &spade;8432 &heart;ÁD10 ⋄D92 &klubs;ÁKG Suður spilar 4G.
Alfred Morehead.

Norður
KG105
KG4
KG8
D96
VesturAustur
97ÁD6
9628753
107653Á4
10428753
Suður
8432
ÁD10
D92
ÁKG
Suður spilar 4G.

Spilið að ofan er frá árinu 1931. Suður vakti á einu grandi, sem á þeim tíma gat verið upp í 19 punkta, þannig að norður taldi sig verða að gefa áskorun í slemmu með 4G. Suður afþakkaði, auðvitað, og út kom smár tígull.

Hetja spilsins var Alfred Morehead (1909-1966), þá ritstjóri The Bridge World. Morehead var í austur. Hann sá strax að makker átti ekki málaðan mann og eina von varnarinnar væri fólgin í því að fría fjórða spilið í hjarta eða laufi. Innkomurnar þrjár – á Á og ÁD – dugðu ekki til, þannig að fyrst varð sagnhafi að hreyfa annan litinn. Morehead lét því 4 í fyrsta slaginn. Sagnhafi spilaði spaða á gosann, og aftur dúkkaði Morehead án hiks! Grunlaus um þá gildru sem fyrir hann var egnd spilaði sagnhafi nú laufi heim og spaða að blindum. Tjaldið féll. Morehead drap, sótti laufið og fékk á endanum fjórða varnarslaginn á laufhund.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.