1. apríl 2008 | Þingfréttir | 77 orð

Til heiðurs Friðriki og Fischer

ELLEFU þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík.
ELLEFU þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík. Skáksetrið yrði helgað skákafrekum Friðriks Ólafssonar og Bobby Fischer og í greinargerð með tillögunni kemur fram að það yrði auglýsing fyrir land og þjóð sem og bautasteinn um glæstan árangur íslenskra skákmanna. „Skákin á sér kröfu, sem er sameiginleg öðrum listum, kröfu um sköpunargáfu, samræmi, einbeitingu, ástríðu, frumleika og viljastyrk,“ segir þar jafnframt.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.