ELLEFU þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík.
ELLEFU þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík. Skáksetrið yrði helgað skákafrekum Friðriks Ólafssonar og Bobby Fischer og í greinargerð með tillögunni kemur fram að það yrði auglýsing fyrir land og þjóð sem og bautasteinn um glæstan árangur íslenskra skákmanna. „Skákin á sér kröfu, sem er sameiginleg öðrum listum, kröfu um sköpunargáfu, samræmi, einbeitingu, ástríðu, frumleika og viljastyrk,“ segir þar jafnframt.