1. apríl 2008 | 24 stundir | 89 orð | 5 myndir

Jagúar er einn af þeim af klassísku og stendur fyrir sínu

Villidýrið á veginum síðan 1922

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hugmyndina að Jagúarnum má rekja aftur til ársins 1922 en hún kviknaði hjá William Lyons sem upphaflega ætlaði að framleiða hliðarbíla á mótorhjól í fyrirtæki sínu Swallow Sidecar Company.
Hugmyndina að Jagúarnum má rekja aftur til ársins 1922 en hún kviknaði hjá William Lyons sem upphaflega ætlaði að framleiða hliðarbíla á mótorhjól í fyrirtæki sínu Swallow Sidecar Company. Árið 1927 var Lyons farin að framleiða sérsmíðaða bíla sem leiddu til framleiðslu hinnar frægu SS1 bifreiðar sem kom á markað 1931 og markaði upphafið á því sem koma skyldi. Eftir því sem hönnunin þróaðist og fleiri gerðir bættust í safnið vantaði nafn á framleiðsluna. Jagúarnafnið kom til sögunnar árið 1935 og vísar til hraða bílsins og spengilegs útlits.

maria@24stundir.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.