— Morgunblaðið/ÞÖK
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 12,5 milljarða króna í febrúarmánuði, borið saman við 5,5 milljarða króna halla í sama mánuði í fyrra, miðað við sama gengi.
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 12,5 milljarða króna í febrúarmánuði, borið saman við 5,5 milljarða króna halla í sama mánuði í fyrra, miðað við sama gengi. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nemur vöruskiptahallinn 22 milljörðum króna, en var 8,3 milljarðar á sama tíma í fyrra. Í febrúar sl. voru fluttar út vörur fyrir 19,5 milljarða en inn fyrir tæpa 32 milljarða. Sjávarafurðir voru 45% alls útflutnings í febrúar og iðnaðarvörur 49%. Samdráttur varð í útflutningi á áli. Verðmæti vöruinnflutnings var 7,7% meira í febrúar en á sama tíma í fyrra og mesta aukningin varð á innflutningi á bílum og eldsneyti.