1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Vel tækjum búinn gegn vetrarsnjónum

Blástur Ármann Herbertsson hefur sagt snjónum stríð á hendur.
Blástur Ármann Herbertsson hefur sagt snjónum stríð á hendur. — Morgnblaðið/´Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður | Ármann Herbertsson er vel tækjum búinn til að takast á við fannfergi eins og það sem verið hefur í Neskaupstað undanfarið, en þar hefur undanfarið á köflum fallið allt að 40 cm af snjó sem er með því mesta sem mælst hefur í vetur.
Neskaupstaður | Ármann Herbertsson er vel tækjum búinn til að takast á við fannfergi eins og það sem verið hefur í Neskaupstað undanfarið, en þar hefur undanfarið á köflum fallið allt að 40 cm af snjó sem er með því mesta sem mælst hefur í vetur. Á meðan aðrir puða bognir í baki með rekuna eina að vopni gengur Ármann í rólegheitum með snjóblásarann góða og hreinsar heimreiðina.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.