Marianne Rasmussen-Coulling
Marianne Rasmussen-Coulling
ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi í haust, en sýningin hefur verið haldin reglulega síðan 1984 á þriggja ára fresti. Búið er að selja um 80% sýningarsvæðis.
ÍSLENZKA sjávarútvegssýningin verður haldin í Kópavogi í haust, en sýningin hefur verið haldin reglulega síðan 1984 á þriggja ára fresti. Búið er að selja um 80% sýningarsvæðis. Sýningin verður eins og síðustu skiptin í Smáranum og Fífunni í Kópavogi og á útisvæði þar við hliðina.

Framkvæmdastjóri sýningarinnar, Marianne Rasmussen-Coulling, segir að sýningin verði af sömu stærð og síðast. Sýningin er nú haldin í byrjun október og er það gert til að fá hagstæðara verð á hótelgistingu. Samdráttur í þorsk- og loðnuveiðum virðist ekki hafa dregið úr áhuga manna á sýningunni, hvorki hér heima né erlendis.