Kjartan Örn Sigurðsson
Kjartan Örn Sigurðsson
HP Farsímalagerinn ehf., sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagerinn, hefur sett á fót Ljósmyndaskóla Hans Petersen á netinu.
HP Farsímalagerinn ehf., sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagerinn, hefur sett á fót Ljósmyndaskóla Hans Petersen á netinu. Markmið skólans er að kenna undirstöðu í ljósmyndavinnslu bæði fyrir áhugamenn og þá sem hyggja á frekara ljósmyndaranám. Kennd eru undirstöðuatriði í myndvinnsluforritum á borð við Photoshop auk almenns og ítarlegs kennsluefnis í ljósmyndun svo og kennsla í notkun einstakra myndavéla. Forstöðumaður skólans er Kjartan Örn Sigurðson. Hægt er að skrá sig í skólann á www.hanspetersen.is og fá nemendur þá 12 mánaða ótakmarkaðan aðgang að ítarlegu kennsluefni í ljósmyndavinnslu. Nemendur geta því komið og farið í skólann þegar hentar.