Cotswold Motoring Museum & Toy Collection er starfrækt á Cotswold-svæðinu á Englandi og ættu bílaáhugamenn að hafa gaman af að heimsækja safnið.

Cotswold Motoring Museum & Toy Collection er starfrækt á Cotswold-svæðinu á Englandi og ættu bílaáhugamenn að hafa gaman af að heimsækja safnið. Reyndar er gaman að koma til Cotswold, sem er afar fallegt svæði, en safnið sjálft má finna í þorpinu Bourton-on-the-Water. Árið 2003 vann safnið verðlaun ferðamálasamtakanna Heart of England Tourist Board sem besta og mest sótta safn ársins.

Saga 20. aldarinnar

Á safninu má finna ýmiss konar hluti frá 20. öld og sjá hvernig bílar og fylgihlutir hafa þróast í gegnum árin. Áhersla er lögð á bíla en á safninu má einnig sjá hversdagslega hluti sem urðu vinsælir á öðrum áratug síðustu aldar með tilkomu bílanna svo sem eins og pikknikkkörfur, hjólhýsi og ferðaútvörp. Nokkrir safngripir standa upp úr en þeirra á meðal eru gamall London-leigubíll sem keyrður er meira en 700.000 mílur í öllum helstu borgum Evrópu. Hjólhýsi frá öðrum og sjöunda áratug síðustu aldar má líka finna á safninu. Einn af nýjustu safngripunum er sinnepsgulur Mini clubman af árgerð 1972 sem aðeins hefur haft einn eiganda.

Án gróða

Cotswold Motoring Museum-safnið er í eigu og rekið af Civil Service Motoring Association eða csma sem eru félagasamtök rekin í hagsmunaskyni. Þau voru stofnuð árið 1923 og hafa nú meira en 380.000 meðlimi.