1. apríl 2008 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd

Til hvers að þegja?

STAKSTEINAR

Jónas Fr. Jónsson
Jónas Fr. Jónsson
Það vakti athygli þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag að til greina kæmi að gera alþjóðlega rannsókn á því hvort óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera tilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.
Það vakti athygli þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag að til greina kæmi að gera alþjóðlega rannsókn á því hvort óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera tilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.

Viðskiptadagblaðið Financial Times upplýsti síðan í gær að Fjármálaeftirlitið hefði þegar hafið rannsókn á því hvort alþjóðlegir vogunarsjóðir hefðu ráðist gegn krónunni og hlutabréfamarkaðnum.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, staðfesti í fréttum Útvarpsins á hádegi í gær að leitað væri gagna um hvort einhverjir hefðu vísvitandi og skipulega komið af stað orðrómi um íslenska fjármálamarkaðinn og bankana beinlínis til að hagnast á því.

Hann sagði raunar að þegar í síðustu viku hefði verið kallað eftir slíkum gögnum og að rannsóknin væri alfarið að frumkvæði Fjármálaeftirlitsins. Á fréttavef Ríkisútvarpsins er fullyrt að slík rannsókn hafi staðið yfir í tvær vikur.

Það sætir furðu að Íslendingar þurfi að fá slíkar fréttir í gegnum erlenda fjölmiðla. Hvers vegna skýrði Fjármálaeftirlitið ekki frá því hér á landi í síðustu viku að slík rannsókn stæði yfir?

Víst þarf Fjármálaeftirlitið að stíga gætilega til jarðar í upplýsingamiðlun, en þegar ráðist er í alþjóðlega rannsókn af þessari stærðargráðu, þá varðar fjármálamarkaðinn og almenning um það. Og eðlilegt að allir sitji við sama borð. Til hvers að þegja um það sem hlýtur að spyrjast?

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.