1. apríl 2008 | 24 stundir | 135 orð | 1 mynd

Tvö ár fyrir kynferðisbrot

Karlmaður á áttræðisaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum.
Karlmaður á áttræðisaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot gegn tveimur telpum.

Maðurinn káfaði innanklæða á stjúpbarnabarni sínu í eitt sinn á árunum 1999 til 2003, þegar stúlkan var tíu til fjórtán ára gömul.

Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að káfa innanklæða á ellefu ára gamalli telpu árið 1994, en þá fór maðurinn með fingur upp í leggöng telpunnar og setti tungu sína í munn hennar.

Fyrir dómi vitnaði stjúpdóttir hins ákærða að hún hefði orðið fyrir kynferðisafbrotum af hálfu stjúpföður síns, en fleiri vitni höfðu sömu sögu að segja.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi, en hann hafði ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunum tveimur 1,2 milljónir í skaðabætur auk alls sakarkostnaðar upp á 1,3 milljónir króna. æþe

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.