DVERGKRÓKÓDÍL hefur verið stolið úr sædýrasafni í Bergen í Noregi. Þjófarnir brutust inn í búr krókódílsins Taggen, sem er fjögurra ára gamall og 70 sentimetra langur, og báru hann út úr safninu.
DVERGKRÓKÓDÍL hefur verið stolið úr sædýrasafni í Bergen í Noregi. Þjófarnir brutust inn í búr krókódílsins Taggen, sem er fjögurra ára gamall og 70 sentimetra langur, og báru hann út úr safninu. Taggen er af einni af minnstu kródódílategundum heimsins og getur orðið allt að 2,5 metrar á lengd. Yfirmaður sædýrasafnsins sagði að slík dýr kostuðu sem svarar 150.000 krónum þegar sala þeirra væri lögleg en þar sem einstaklingum væri bannað að eiga krókódíla í Noregi væri verð þeirra miklu hærra á svörtum markaði. Hann sagði að þjófarnir hefðu ekki lagt sig í lífshættu með því að stela krókódílnum en þeir „kynnu að missa einn eða fleiri fingur“.