Viðbrögð Alþjóðaaksturssambandsins vegna kynlífshneykslis þess er forsetinn Max Mosley virðist hafa tekið þátt í eru engin.
Viðbrögð Alþjóðaaksturssambandsins vegna kynlífshneykslis þess er forsetinn Max Mosley virðist hafa tekið þátt í eru engin. Mosley náðist á myndband í kynlífsleikjum, reyrður niður af stúlkum klæddum sem nasistar, og er þess krafist að hann segi af sér strax. Ekki þykir það þó líklegt enda karl vel tengdur og á marga að innan sambandsins.