Honum til heiðurs Andi Vilhjálms sveif yfir vötnum á tónleikunum. Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson og Friðrik Ómar fluttu dægurperlur þær er Vilhjálmur gerði frægar.
Honum til heiðurs Andi Vilhjálms sveif yfir vötnum á tónleikunum. Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson og Friðrik Ómar fluttu dægurperlur þær er Vilhjálmur gerði frægar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í ÁR eru þrjátíu ár liðin frá sviplegu fráfalli hins ástkæra söngvara Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Í ÁR eru þrjátíu ár liðin frá sviplegu fráfalli hins ástkæra söngvara Vilhjálms Vilhjálmssonar. Rás 2 heiðraði minningu Vilhjálms með því að leika lög með söngvaranum frá morgni til kvölds á föstudaginn og á laugardeginum voru haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem nokkrir af fremstu dægurlagasöngvurum landsins komu saman ásamt hljómsveit skipaðri valinkunnum tónlistarmönnum. Aðdáendur Vilhjálms hugsa sér svo gott til glóðarinnar því nýlega kom í leitirnar óútgefið lag eftir Magnús Kjartansson sem Vilhjálmur söng inn á upptöku skömmu áður en hann lést. Von er á að lagið komi fyrir eyru almennings áður en langt um líður.