Hetjur Þór ásamt Jamie Carragher, leikmanni Liverpool, síðastliðið haust.
Hetjur Þór ásamt Jamie Carragher, leikmanni Liverpool, síðastliðið haust.
Á annan í páskum lést Þór Willemoes Petersen langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins sautján ára og hafði barist við krabbamein í 10 ár.
Á annan í páskum lést Þór Willemoes Petersen langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins sautján ára og hafði barist við krabbamein í 10 ár.

Liverpool-fótboltafélagið var eitt af helstu áhugamálum hans um langt skeið og fór hann tvívegis til Liverpool til að fylgjast með gengi liðsins. Voru þær ferðir honum til ómældrar ánægju og styrktu hann í baráttu við sjúkdóm sinn.

Vinir og fjölskylda Þórs vinna nú að stofnun minningarsjóðs í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Markmið sjóðsins er að styrkja börn sem eiga við erfiðleika að etja til ferða á Anfield til að fylgjast með leikjum Liverpoolliðsins. Hér er átt við börn sem eiga við erfiðleika að stríða vegna sjúkdóma, fötlunar eða félagslegra aðstæðna. Skulu ferðirnar farnar undir stjórn Liverpoolklúbbsins.

Í fyrstu stjórn sjóðsins munu sitja: Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Jón Óli Ólafsson, formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi, og Bárður Sigurgeirsson læknir. Tekið er á móti framlögum á bankareikning 140-26-9140, 131155-3369. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og Bárðar Sigurgeirssonar fram að formlegri stofnun sjóðsins.