[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þjóðverjinn Berti Vogts hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Aserbaídsjan í knattspyrnu til tveggja ára og eitt af fyrstu verkefnum hans með liðið verður vináttuleikur gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum í ágúst í sumar.

Þjóðverjinn Berti Vogts hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Aserbaídsjan í knattspyrnu til tveggja ára og eitt af fyrstu verkefnum hans með liðið verður vináttuleikur gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum í ágúst í sumar.

Vogts , sem er 61 árs, ákvað að hætta störfum sem landsliðsþjálfari Nígeríu í síðasta mánuði en þar áður var hann landsliðsþjálfari Skotlands og Þýskalands en Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn árið 1996. Hann stjórnaði skoska landsliðinu í leikjum gegn Íslandi í undankeppni EM í Portúgal 2004.

Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal , segir að Abou Diaby hafi verðskuldað rautt spjald fyrir brotið á Grétari Rafni Steinssyni í leik Bolton og Arsenal um síðustu helgi. Sumir hafa líkt tæklingu Diabys við þá sem Matthew Taylor framkvæmdi á Eduardo da Silva , framherja Arsenal, með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði afar illa og verður frá keppni næstu níu mánuðina.

Wenger vísar því hins vegar á bug að tækling Diabys hafi verið eitthvað í líkingu við tæklingu Matthews Taylors. „Ég vissi að leikmaðurinn (Grétar) var ekki ekki alvarlega meiddur eins og í ljós kom. Vissulega fór Diaby með fótinn í leikmanninn en að líkja brotinu við brotið á Eduardo fyrir nokkrum vikum er alveg út í hött ,“ segir Wenger .

G rétar Rafn Steinsson sagði í viðtali við Daily Mail að hann hefði verið heppinn í viðureigninni við Diaby. „Ég vil ekki dæma um hvort dómarinn hefði átt að sýna gult eða rautt spjald. Hann lyfti rauða spjaldinu, þannig að það stendur,“ sagði Grétar Rafn um ákvörðun Chris Foys dómara, sem sýndi Diaby rauða spjaldið.

Í lokahófi Blaksambands Íslands sl. laugardagskvöld voru bestu leikmenn og þeir efnilegustu útnefndir. Masayuki Takahashi, Þrótti R., var valinn bestur í 1. deild karla og J óna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes., var valin best í 1. deild kvenna. Árni Björnsson, KA, og Theódóra Th. Þórarinsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir.

Michael Laudrup, þjálfari spænska liðsins Getafe, segist ekki hræðast Bayern München í UEFA-bikarleik í vikunni.