1. apríl 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Breytingar á Kúbu

Mega gista á hótelum

Kúbumenn mega nú gista á hótelum í eigin landi sem áður voru alfarið frátekin fyrir erlenda ferðamenn, svo fremi sem þeir sýna skilríki og eru borgunarmenn.
Kúbumenn mega nú gista á hótelum í eigin landi sem áður voru alfarið frátekin fyrir erlenda ferðamenn, svo fremi sem þeir sýna skilríki og eru borgunarmenn. Að sögn er landsmönnum nú jafnframt heimilt að leigja bíla, sem fram til þessa hefur einungis verið möguleiki fyrir útlendinga.

Í síðustu viku var tilkynnt að almenningur í landinu geti loks keypt og notað farsíma. Von er á frekari breytingum í landinu, þar sem bændur mega nú kaupa tæki og tól til landbúnaðarframleiðslu og almenningur getur keypt ýmis raftæki án afskipta og milligöngu yfirvalda. aí

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.