Þessi samgöngumiðstöð er ekki boðleg meðan óvissa ríkir um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Þessi samgöngumiðstöð er ekki boðleg meðan óvissa ríkir um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Það er líka fals að kalla það samgöngumiðstöð:

Þarna verður aldrei miðstöð fyrir strætisvagna og það er heldur ekkert vit í því að stefna langferðabílum á þennan stað. Þetta er auðvitað ekki annað en flugstöð. Hví að byggja flugstöð fyrir flugvöll sem kannski verður ekki þarna nema nokkur ár í viðbót? En það er athyglisvert að sjá Ólaf F. Magnússon og Kristján Möller ná svona fallega saman.

Egill Helgason

eyjan.is/silfuregils