Hugmyndaflugi mannsins eru engin takmörk sett og því er ástæðulaust að sitja uppi með hefðbundinn bláan eða grænan bíl. Bíllinn getur þvert á móti verið lýsandi fyrir persónuleika þinn eða áhugamál.

Hugmyndaflugi mannsins eru engin takmörk sett og því er ástæðulaust að sitja uppi með hefðbundinn bláan eða grænan bíl. Bíllinn getur þvert á móti verið lýsandi fyrir persónuleika þinn eða áhugamál.

Erfitt að selja skreytta bíla

Þú byrjar einfaldlega á því að kaupa þér bíl sem þú ert tilbúinn að sitja uppi með árum saman, enda ekki líklegt að þú munir geta selt hann eftir skreytinguna. Því næst tekur þú fram málarapensilinn, límið og skrautið og hefst handa. Það getur tekið langan tíma að skreyta bílinn eins og gaurinn sem keyrir myndavélabílinn veit. Harrod Blank keypti sér rúgbrauð og ákvað að skreyta það með rúmlega 2000 myndavélum. Verkefnið tók 2 ár en að lokum gat hann keyrt um og tekið myndir af umhverfi sínu frá bílnum.

Köflóttur Buick

Tim Mcnally var jafn duglegur en hann varði þremur árum í að mála Buick Skyhawk-bílinn sinn köflóttan. Þegar verkinu var lokið fór hann í bifreiðaskráningu og lét breyta litnum á skráningarskírteininu í köflótt.

Listrænir Íslendingar geta til dæmis skreytt bílinn sinn í hitabeltisstíl líkt og konan á myndinni. Það er fátt meira hressandi en að keyra um á hitabeltisbíl með R&B-tónlistina í botni þegar hálkan er að gera alla vitlausa.

iris@24stundir.is