Abdullah Gul, forseti Tyrklands.
Abdullah Gul, forseti Tyrklands.
Stjórnlagadómstóll Tyrklands samþykkti í gær beiðni ríkissaksóknara um að úrskurða hvort banna eigi stjórnarflokkinn AKP fyrir að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi landsins.
Stjórnlagadómstóll Tyrklands samþykkti í gær beiðni ríkissaksóknara um að úrskurða hvort banna eigi stjórnarflokkinn AKP fyrir að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi landsins. Saksóknarinn vill að dómstóllinn banni Abdullah Gul, sem var í flokknum þar til hann var kjörinn forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og um 70 öðrum áhrifamönnum í AKP að taka þátt í stjórnmálunum í fimm ár. Gert er ráð fyrir því að dómstóllinn kveði upp úrskurð sinn innan hálfs árs.