1. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Tinni er fundinn

Thomas Sangster
Thomas Sangster
BRESKI leikarinn Thomas Sangster mun fara með hlutverk Tinna í þremur kvikmyndum sem Steven Spielberg hyggst gera um ævintýri blaðamannsins unga.
BRESKI leikarinn Thomas Sangster mun fara með hlutverk Tinna í þremur kvikmyndum sem Steven Spielberg hyggst gera um ævintýri blaðamannsins unga. Sangster er ef til vill best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Love Actually, þar sem hann lék dreng sem varð ástfanginn af bekkjarsystur sinni.

Búist er við að myndirnar geri Sangster að stórstjörnu á svipstundu, líkt og gerðist með Elijah Wood eftir að hann lék í þríleiknum Hringadróttinssögu og Daniel Radcliffe aðalleikara í myndunum um Harry Potter.

Sangster viðurkenndi í viðtali við breska blaðið Guardian að hafa ekki lesið bækurnar þar til nýlega, en hann varð mjög hrifin þegar hann gerði það. „Tinni er nokkurskonar ofur-skáti. Hann kann að fljúga, hann kann að keyra, hann stekkur bara af stað og þarf aldrei að hugsa neitt um áhættuna. Miðað við stærð þá er hann líka ótrúlega flinkur í slagsmálum.“

Alls hafa selst yfir 200 milljón eintök af bókum Hergé um Tinna á heimsvísu og hann á sér eldheita aðdáendur víða um lönd.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.