Bert van Marwijk
Bert van Marwijk
BERT van Marwijk skrifaði í gær undir samning við hollenska knattspyrnusambandið en hann mun leysa Marco van Basten af hólmi sem landsliðsþjálfari Hollands í knattspyrnu eftir EM í sumar.
BERT van Marwijk skrifaði í gær undir samning við hollenska knattspyrnusambandið en hann mun leysa Marco van Basten af hólmi sem landsliðsþjálfari Hollands í knattspyrnu eftir EM í sumar. Marwijk sagði á fréttamannafundi í gær að hann vildi að lið sitt spilaði aðlaðandi sóknarfótbolta en Hollendingar eru sem kunnugt er í riðli með Íslendingum í undankeppni HM. ,,Þegar ég spilaði, þá var ég alltaf með þá hugsun að spila sóknarleik og þannig fótbolta kann ég best við,“ sagði Marwijk, sem er þjálfari Feyenoord. Fréttamenn vildi ólmir vita hvort hann ætlaði að velja tengdasoninn Mark van Bommel sem féll í ónáð hjá Basten. ,,Ég vel bestu leikmennina og þið munuð sjá hverjir það verða þegar þar að kemur.“