1. apríl 2008 | 24 stundir | 177 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra blandar sér í deilur um skipulagsbreytingar

Geir fundaði með Jóhanni

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var boðaður til fundar við Geir H.
Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, var boðaður til fundar við Geir H. Haarde forsætisráðherra klukkan tíu í gærmorgun til að ræða ósk sína um viðræður um starfslok og andstöðu innan embættis síns vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á því.

Viðræðurnar koma í kjölfar þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tilkynnti fyrirvaralaust miðvikudaginn fyrir páska að embætti Jóhanns yrði skipt upp í þrjár einingar til að ná tökum á fjármálum þess. Tollgæslu- og lögreglumenn hjá embættinu hafa mótmælt uppskiptingunni harðlega.

Hitti Björn og Lúðvík líka

Samkvæmt heimildum 24 stunda fundaði Jóhann með fleiri háttsettum ráðamönnum í gær, meðal annars Lúðvík Bergvinssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar. Þá hafði Björn Bjarnason óskað eftir því að funda með Jóhanni strax og hann kom til landsins, en hann lenti um fjögurleytið síðdegis í gær eftir að hafa verið erlendis undanfarna daga. Samkvæmt heimildum 24 stunda fór sá fundur fram í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 24 stundir sendu Birni spurningar um málið með tölvupósti. Hann svaraði þeim ekki beint en vísaði í þær upplýsingar sem ráðuneyti sitt hefði þegar gefið og á skrif sín á heimasíðu sinni. thordur@24stundir.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.