Amiina Heimildir Morgunblaðsins herma að strengjasveitin Amiina hljóti í dag styrk úr tónlistarsjóðnum Kraumi sem efla á íslenskt tónlistarlíf.
Amiina Heimildir Morgunblaðsins herma að strengjasveitin Amiina hljóti í dag styrk úr tónlistarsjóðnum Kraumi sem efla á íslenskt tónlistarlíf. — Morgunblaðið/Sverrir
FYRSTA úthlutun tónlistarstjóðsins Kraums fer fram í dag kl. 16 að Smiðjustíg 4a. Kraumur var stofnaður í ársbyrjun og hefur það að markmiði að efla íslenskt tónlistarlíf.
FYRSTA úthlutun tónlistarstjóðsins Kraums fer fram í dag kl. 16 að Smiðjustíg 4a. Kraumur var stofnaður í ársbyrjun og hefur það að markmiði að efla íslenskt tónlistarlíf. Stefnt er að því að úthluta 20 milljónum króna á þessu ári til ungra íslenskra tónlistarmanna og því ljóst að hér er um gríðarmikla innspýtingu í íslenskt tónlistarlíf að ræða. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hvaða tónlistarmenn og/eða tónlistarverkefni hljóta styrk í dag en heimildir Morgunblaðsins herma að hljómsveitin amiina verði á meðal styrkþega. Kraumur er þriggja ára tilraunaverkefni og samkvæmt núverandi áætlun lýkur verkefninu í lok árs 2010. Aurora sem er velgerðarsjóður hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur landslagsarkitekts og Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa leggur nýja sjóðnum til 20 milljónir króna í ár, 15 milljónir króna árið 2009 og aftur 15 milljónir króna árið 2010.

Fagráð Kraums skipa Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdarstjóri ÚTÓNs, Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Mist Þorkelsdóttir, deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari Sigur Rósar, og rithöfundurinn Sjón.