Glæpurinn – Forbrydelsen
Glæpurinn – Forbrydelsen
DANSKIR sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í gegnum árin og er skemmst að minnast Forbrydelsen sem hélt landsmönnum límdum við skjáinn á sunnudagskvöldum í vetur.
DANSKIR sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í gegnum árin og er skemmst að minnast Forbrydelsen sem hélt landsmönnum límdum við skjáinn á sunnudagskvöldum í vetur. Dönsku fræðimennirnir Gunhild Agger og Ib Bondebjerg fjalla um danska sjónvarpsþáttagerð í víðu samhengi og ljóstra upp hver galdurinn er á bak við vinsældir þeirra í dag kl. 16.30 í stofu 222 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Gunhild Agger og Ib Bondebjerg eru gestakennarar við dönskuskor hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengslum við alþjóðlegt tungumálaár.