Klukka tapaðist í Vesturbæjarlauginni Á skírdag þann 20. mars sl. varð ég fyrir því óláni að gleyma armbandsúrinu mínu í sundlaugarskápnum. Þegar ég kom aftur í laugina til að vitja klukkunnar þá var hún horfinn, en ég var í skáp nr. 69.

Klukka tapaðist í Vesturbæjarlauginni

Á skírdag þann 20. mars sl. varð ég fyrir því óláni að gleyma armbandsúrinu mínu í sundlaugarskápnum. Þegar ég kom aftur í laugina til að vitja klukkunnar þá var hún horfinn, en ég var í skáp nr. 69. Þessi klukka var mér afar kær og hefur mikið tilfiningalegt gildi fyrir mig, því bið ég þann sem hefur fundið hana að vinsamlegast skila henni í afgreiðsluna. Þetta var Cartier armbandsklukka með gull- og stálarmbandi, fundarlaun í boði.

Utanákeyrsla við Húsgagnahöllina

Sunnudaginn 2. mars var ekið utan í litla svarta bifreið af gerðinni Peugeot 207 CC, milli kl. 14 og 16 á bílastæði Húsgagnahallarinnar. Þeir sem kunna að hafa vitneskju um utanákeyrsluna eru beðnir að hafa samband við Ásgeir í síma 659 1835.

Götur eru ruslafötur

Alls staðar er sandur á götum. Af hverju þennan endalausa óþverra á göturnar? Væri ekki tilvalið að auka notkun snjóbræðslukerfa og það ekki bara í miðbænum? Jafnvel gera átak í þeim efnum í hugsanlegu atvinnuleysi framundan? Einhver hlýtur svifryksmengunin að verða á næstunni því sandurinn á göngugötunum leitar yfir á akbrautirnar. Alls staðar er rusl og hreinsun borgarinnar verulega ábótavant. Aldrei er þörfin á tiltekt eins brýn og yfir vetrarmánuðina í grámyglunni sem þá er. Kannski er þunglyndi eða depurð hjá sumum í borginni að hluta til þessari stöðugu sjónmengun að kenna. Að minnsta kosti er sagt að umhverfið heima hjá fólki og á vinnustað hafi mikil áhrif á andlega heilsu og það hlýtur að eiga við um nágrennið við heimili okkar líka. Væri ekki tilvalið að hafa hreinsunarátak í höfuðborginni „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ sem stæði ekki bara yfir sumarmánuðina? Og að lokum, væri ekki ráð að fjölga rusladöllum í borginni? Þá vantar til dæmis oft við hliðina á strætóskýlum en það ætti að heyra til undantekninga ef vel væri staðið að málum.

Bjarni Valur


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is