1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fróðleiksfús á opnu húsi hjá HR

HÁSKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt opið hús á laugardag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu gestunum það fjölbreytta nám sem boðið er upp á við fimm deildir skólans.
HÁSKÓLINN í Reykjavík hélt árlegt opið hús á laugardag þar sem nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu gestunum það fjölbreytta nám sem boðið er upp á við fimm deildir skólans.

Meðal þess sem gestir gátu fengið að líta var tæki sem nemendur í vél- og orkutæknifræði við HR smíðuðu og hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni verkfræðideildar HÍ á dögunum.

Einnig spilaði hljómsveitin Hjaltalín ljúfa tónlist og nemendur kynntu félagslíf skólans.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.