Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togaranum Jóni Vídalín VE á Selvogsbanka í fyrrakvöld. Hlaut hann mikið högg á kviðinn og innvortis blæðingar.
Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togaranum Jóni Vídalín VE á Selvogsbanka í fyrrakvöld.

Hlaut hann mikið högg á kviðinn og innvortis blæðingar. Landhelgisgæslan sótti manninn með þyrlu og var hann lagður inn á slysadeild Landspítala þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Togarinn er gerður út af Vinnslustöðinni í Eyjum.