1. apríl 2008 | 24 stundir | 237 orð | 1 mynd

Rúmlega 200 Kyron jeppar hafa selst

Alvöru jeppi á góðu verði

Kynning Bílabúð Benna hefur selt yfir 200 Kyron jeppa á síðastliðnu ári sem er mjög góður árangur. Aðspurður hvað útskýri þessa góðu sölu segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri Bílabúðarinnar, að Kyron sé alvöru jeppi sem henti vel við íslenskar aðstæður.
Kynning

Bílabúð Benna hefur selt yfir 200 Kyron jeppa á síðastliðnu ári sem er mjög góður árangur. Aðspurður hvað útskýri þessa góðu sölu segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri Bílabúðarinnar, að Kyron sé alvöru jeppi sem henti vel við íslenskar aðstæður. „Ekki skemmir hagstætt verð fyrir en það er frábært að geta boðið tveggja tonna þungan jeppa á innan við fjórar milljónir. Kyron er jeppi sem er byggður á grind með háu og lágu drifi. Allir bílarnir sem við höfum selt hafa verið með díselvélum og sjálfskiptir.

Svo er mjög þægilegt að sitja í honum, gott að ferðast í honum og menn geta farið út fyrir veg án þess að vera með lífið í lúkunum vegna hræðslu um að skemma bílinn,“ segir Jón og hlær. „Kyron hentar því mjög vel að ferðast upp á hálendi og annað sem alvöru jeppar gera enda afhentur á 31 tommu dekkjum.“ Jón segir að íslenskir neytendur séu farnir að gera heilmiklar kröfur um staðalbúnað í jeppum. „Kyron er því með hitastýrðum miðstöðvarkerfum, kælikerfum, hraðastilli, dökkum rúðum, sætahiturum og þakbogum. Það er aðgerðastýri í bílnum sem þýðir að í stýrinu er hraðastillingin, hljómflutningstækjunum er stjórnað úr stýrinu og eins er hægt að skipta um gíra í stýrinu líka,“ segir Jón og bætir við að stórt hlutfall af hans viðskiptavinum noti bílana til að ferðast á þeim. „Það er frábært að hafa tæki til að ferðast um þetta glæsilega land sem við eigum.“

svanhvit@24stundir.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.