1. apríl 2008 | Þingfréttir | 98 orð

Efasemdir um uppstokkun

LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjármálaráðherra út í þetta á þingi í gær.
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjármálaráðherra út í þetta á þingi í gær. Hafði hann einkum áhyggjur af aðskilnaði tollsins og lögreglunnar, enda hefði það samstarf gengið vel.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra svaraði því játandi að þessu fylgdu lagabreytingar og benti á að þá yrði málið vandlega rætt á Alþingi. „Það hafa átt sér stað miklar breytingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum misserum og fátt þar sem ekki hefur verið snortið vegna þessara breytinga,“ sagði Árni og var þess fullviss að allur undirbúningur yrði vandaður.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.