LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjármálaráðherra út í þetta á þingi í gær.
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjármálaráðherra út í þetta á þingi í gær. Hafði hann einkum áhyggjur af aðskilnaði tollsins og lögreglunnar, enda hefði það samstarf gengið vel.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra svaraði því játandi að þessu fylgdu lagabreytingar og benti á að þá yrði málið vandlega rætt á Alþingi. „Það hafa átt sér stað miklar breytingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum misserum og fátt þar sem ekki hefur verið snortið vegna þessara breytinga,“ sagði Árni og var þess fullviss að allur undirbúningur yrði vandaður.