1. apríl 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Standa saman gegn bensínokri

„Menn nenna ekki að hlusta á nefndaþvaður og vitleysu“

— 24stundir/Júlíus
Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekkunni á háannatíma í gærmorgun. Með því vildu þeir meðal annars mótmæla eldsneytisverði og vökulögum.
Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekkunni á háannatíma í gærmorgun. Með því vildu þeir meðal annars mótmæla eldsneytisverði og vökulögum. „Ég er mjög ánægður með að fólkið sé aðeins risið upp á afturlappirnar,“ segir Sturla Jónsson, upplýsingafulltrúi bílstjóranna. Segir hann svipaðar aðgerðir fyrir þremur árum engan árangur hafa borið. „Þá fórum við á fund með Geir Haarde og það var ekkert gert. Núna verður eitthvað að gerast. Þetta okur er ekki fólki bjóðandi.“ Bílstjórarnir munu ásamt Ferðaklúbbnum 4x4 mótmæla á Austurvelli klukkan 16 í dag.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.