— 24stundir/Júlíus
Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekkunni á háannatíma í gærmorgun. Með því vildu þeir meðal annars mótmæla eldsneytisverði og vökulögum.
Vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekkunni á háannatíma í gærmorgun. Með því vildu þeir meðal annars mótmæla eldsneytisverði og vökulögum. „Ég er mjög ánægður með að fólkið sé aðeins risið upp á afturlappirnar,“ segir Sturla Jónsson, upplýsingafulltrúi bílstjóranna. Segir hann svipaðar aðgerðir fyrir þremur árum engan árangur hafa borið. „Þá fórum við á fund með Geir Haarde og það var ekkert gert. Núna verður eitthvað að gerast. Þetta okur er ekki fólki bjóðandi.“ Bílstjórarnir munu ásamt Ferðaklúbbnum 4x4 mótmæla á Austurvelli klukkan 16 í dag.