Flugfélagið Emirates ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum á fyrsta farrými möguleika á að fara í steypibað um borð. Þjónustan verður hins vegar ekki ókeypis heldur mun hún kosta rúmlega eina milljón króna.
Flugfélagið Emirates ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum á fyrsta farrými möguleika á að fara í steypibað um borð. Þjónustan verður hins vegar ekki ókeypis heldur mun hún kosta rúmlega eina milljón króna. Beint flug með Emirates frá New York til Dubai tekur rúmlega 12 klukkustundir. Vegna þess að nægur tími er til að fara í sturtu hyggst flugfélagið bjóða upp á þann möguleika þegar Airbus A380 verður tekin í notkun eða frá og með 1. október. Til þess að geta boðið upp á steypibaðið þarf að setja eitt tonn af vatni um borð fyrir hverja ferð sem jafngildir þyngd 12 viðbótarfarþega, að því er greint er frá á fréttavef The Times.