Baltasar Kormákur Besti leikstjórinn.
Baltasar Kormákur Besti leikstjórinn. — Morgunblaðið/Einar Falur
KVIKMYNDIN Mýrin vann öll helstu verðlaunin á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar í Valenciennes í Frakklandi í gær. Baltasar Kormákur hlaut verðlaun fyrir leikstjórn og Ingvar Sigurðsson sömuleiðis fyrir besta leik í aðalhlutverki.

KVIKMYNDIN Mýrin vann öll helstu verðlaunin á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar í Valenciennes í Frakklandi í gær.

Baltasar Kormákur hlaut verðlaun fyrir leikstjórn og Ingvar Sigurðsson sömuleiðis fyrir besta leik í aðalhlutverki. Þá hlaut Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar.

Enginn af aðstandendum myndarinnar var á staðnum til þess að veita verðlaununum móttöku en Baltasar þakkaði viðstöddum fyrir símleiðis. Myndin fer í almenna dreifingu í 40 frönskum kvikmyndahúsum í þessum mánuði. Dreifingaraðilar myndarinnar í Frakklandi hafa þegar lýst áhuga á að taka að Grafarþögn að sér líka, en Baltasar vinnur nú að gerð hennar.