Samtök offitusjúklinga í Danmörku hafa gagnrýnt ummæli dagskrárstjóra DR2 um að fólk sem birtist í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar eigi að vera nokkurn veginn í kjörþyngd.

Samtök offitusjúklinga í Danmörku hafa gagnrýnt ummæli dagskrárstjóra DR2 um að fólk sem birtist í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar eigi að vera nokkurn veginn í kjörþyngd. Peter Gren Larsen segir DR2 vera nútímalega stöð sem vilji sýna nútímafólk með almennilegar matarvenjur.

Upphaf deilunnar má rekja til þess að Søren Fauli var fyrirskipað að létta sig vildi hann leika hlutverk í þáttaröð sem hann sjálfur leikstýrði. aí