TCM Turner á þakkir skilið.
TCM Turner á þakkir skilið. — Reuters
EINHVERN tímann í haust lá ég veikur heima og eins og oft vill verða þegar svo er leitar maður miskunnar hjá sjónvarpstækinu.

EINHVERN tímann í haust lá ég veikur heima og eins og oft vill verða þegar svo er leitar maður miskunnar hjá sjónvarpstækinu. Þá festist ég yfir einni skemmtilegustu erlendu stöð sem í boði er hér á landi, kvikmyndastöðinni TCM eða Turner Classic Movies eins og hún heitir á tyllidögum. Stofnandi TCM heitir Ted Turner en hann er m.a. þekktur fyrir að eiga einnig fréttastöðina CNN þótt eflaust þekki margir hann enn frekar fyrir að hafa deilt svefnherbergi með leikkonunni og eróbikkjunni Jane Fonda í áratug.

TCM sýnir allan daginn bíómyndir sem flokkast til sígildra mynda og gildir þá einu hvort um er að ræða klassískar glæpamyndir, njósnamyndir, stríðsmyndir, vestra eða rómantískar myndir. Mikið af myndunum kemur frá kvikmyndaverunum Warner og MGM enda sameinaðist Turner Entertainment á sínum tíma Time Warner og eru því sömu eigendur að stöðinni og áðurnefndum kvikmyndaverum.

Það er óhætt að mæla með TCM við allt kvikmyndaáhugafólk. Þar má sjá hvern gullmolann á fætur öðrum, allan sólarhringinn.

Guðmundur Sverrir Þór