MENN eru nú nær því en áður að þróa lyf gegn blindu eftir árangursríkar tilraunir á músum. Rannsóknin gekk út á örvun sérstaks prótíns í augum til að koma í veg fyrir æðaskemmdir sem leitt geta til sjónmissis.

MENN eru nú nær því en áður að þróa lyf gegn blindu eftir árangursríkar tilraunir á músum. Rannsóknin gekk út á örvun sérstaks prótíns í augum til að koma í veg fyrir æðaskemmdir sem leitt geta til sjónmissis.

Rannsóknin, sem unnin var við Utah-háskóla og birtist nýlega í Nature Medicine , er talin gefa jákvæðar vísbendingar til að vinna bug á sjónmissi af völdum blettahrörnunar og sykursýki samfara æðakölkun sem eru algeng vandamál meðal eldra fólks með blóðleka inni í auganu.

Rannsakendur fundu það út að prótínið Robo4 er talið geta gegnt mikilvægu hlutverki í mótun heilbrigðs æðabúskapar, ef marka má músarannsóknina. Þrátt fyrir að músatilraunir lofi góðu er ekki þar með sagt að sömu lögmál gildi um mannskepnuna. Engu að síður telja rannsakendur að hér sé um að ræða tímamótauppgötvun.

Aðferðin er einnig talin geta gagnast í baráttunni við aðra sjúkdóma, að mati rannsakenda, enda eru sérfræðingar úr öðrum geirum læknisfræðinnar nú farnir að líta til þeirra möguleika sem prótínið Robo4 kann að bjóða upp á, m.a. í krabbameinslækningum, að því er sagði nýlega á vefmiðli BBC.