Skuldatryggingaálag íslensku bankanna fór í síðustu viku í sögulegar hæðir. Fór álag Glitnis yfir þúsund punkta og álag Kaupþings hátt í það.
Skuldatryggingaálag íslensku bankanna fór í síðustu viku í sögulegar hæðir. Fór álag Glitnis yfir þúsund punkta og álag Kaupþings hátt í það. Samkvæmt upplýsingaveitu Bloombergs var skuldatryggingaálag Glitnis í gær 996,6 punktar, álag Kaupþings 973,8 punktar og álag Landsbankans 787 punktar. Hefur álag Glitnis og Kaupþings því lækkað örlítið frá því fyrir helgi, en álag Landsbankans hækkað. hos