Í framhaldi af því að karlmenn eru sagðir hafa vaxandi áhuga á því að leggja meira í hönnun eldhúss í híbýlum sínum ákvað hönnunardeild Porsche í samráði við Poggenpohl Mobelwerke að hanna eldhús sérstaklega sniðið að smekk þeirra.

Í framhaldi af því að karlmenn eru sagðir hafa vaxandi áhuga á því að leggja meira í hönnun eldhúss í híbýlum sínum ákvað hönnunardeild Porsche í samráði við Poggenpohl Mobelwerke að hanna eldhús sérstaklega sniðið að smekk þeirra. Hönnun Porsche-eldhússins kallast P'7340. Hönnunardeild Porsche hefur áralanga reynslu í hönnun eldhúsinnréttinga, heimilistækja og húsgagna og segir forsvarsmaður þess að hjá Poggenpohl hafi fyrirtækið fundið samstarfsaðila sem sé fær um að útfæra hugmyndir þeirra um hvernig nútímaeldhús eigi að líta út.

Hurðir með snertiskyn

Sérstakur eiginleiki innréttingarinnar er sá að alla skápa er hægt að opna án handfangs einfaldlega með því að þrýsta létt á hurðir og skúffur. Þá er einnig fullkomið hljóð og myndkerfi innbyggt í eldhúsið. Einingarnar eru mjög stílhreinar, búnar til úr styrktum álramma og háglansandi flötum. Rafeindatækninni á bak við innbyggða LCD-flatskjái eldhúsinnréttingarinnar hefur verið komið fyrir á bak við gler til að vernda þá fyrir óhreinindum og vatni.

Hönnun síðan 1972

Hönnunardeild Porsche hefur verið leiðandi lúxusframleiðandi á fylgihlutum síðan hún var stofnuð árið 1972 af Ferdinand Alexander Porsche.

maria@24stundir.is