JOACHIM Löw landsliðaþjálfari Þjóðverja staðfesti í viðtali við þýska knattspyrnutímaritið Kicker í gær að Jens Lehmann væri fyrsti kostur í að verja mark Þjóðverja á Evrópumótinu í sumar þrátt fyrir að hafa orðið undir í baráttunni við Spánverjann...
JOACHIM Löw landsliðaþjálfari Þjóðverja staðfesti í viðtali við þýska knattspyrnutímaritið Kicker í gær að Jens Lehmann væri fyrsti kostur í að verja mark Þjóðverja á Evrópumótinu í sumar þrátt fyrir að hafa orðið undir í baráttunni við Spánverjann Manuel Almunia í liði Arsenal á leiktíðinni.

Löw valdi Lehman umfram Timo Hildebrand og Robert Enke þegar Þjóðverjar burstuðu Svisslendinga í vináttuleik í síðustu viku.

Er vel á sig kominn

,,Lehmann sýndi mikið öryggi. Hann var vel einbeittur, stjórnaði vörninni vel og er vel á sig kominn líkamlega,“ sagði Löw við Kicker en bætti því við að enginn ætti öruggt sæti hjá sér.

Löw hefur ákveðið að fara með fimm framherja á EM en hinn ungi Stefan Kiessling sem leikur með Leverkusen mun verða í hópnum ásamt Miroslav Klose, Mario Gomez, Kevin Kuranyi og Lukas Podolski.

Margir spá Þjóðverjum velgengni á EM í sumar en þeir leika í riðli með Austurríkismönnum, Króötum og Pólverjum.